<$BlogRSDUrl$>

I dimma skammdeginu tala eg vid Jens

miðvikudagur, júlí 07, 2004

sumarfríið búið :-( 

Kæri Jens
Jæja nú er maður bara endurnærður eftir langt og skrítið sumarfrí.
Ég fór í leiklistarskóla Bandalag íslenskra leikfélaga í Svarðfarðadal (Húsabakkaskóla) sem er rétt hjá Dalvík..... þetta var skrítið og skemtilegt.Allir morgnar byrjuðu á jóga og svo var haldið uppí fjall og mátti engin tala á meðan þeirri stóð (úff það var pínu erfitt) þegar þangað var komið heilsuðum við áttum "N-S-A-V" að hætti jóga aðferðinni. Síðan var faðmað þúfur og allt skoðað strá sem lækir , köngulær(ojjj) mosi og bara allt sem fjallið hafði uppá að bjóða. eftir þessa skoðun reyndum við að detta inní þetta form þ.e að vera strá eða lækur eða þúfa grjót og allta sem manni datt í hug að finna í fjallinu . síðan var tekin hljóðsúla (allir standa þétt uppvið hvort annað og gefa frá sér hljóð sem hópurinn reyndi svo að samræma í eitt hljóð (skiljið þið þetta eitthvað) svo var síldartorfa og og og og úff mikið meira.... þegar fjallið var búið var labbað í þögn niður fjallið og haldið í kennslustofuna (kallað rými)Þar lærðum við að finna og framkvæma tilfinningar á sviði það er reiði, sorg , gleði , hatur og þið vitið allur tilfinningaskalinn..... þannig maður var bara öskrandi , grénjandi hlæjandi í tíu daga..... svo vara nátturulega erfiði dagsins skolað niður með ísköldum bjórum á kvöldinn en þetta var allavega há punkturinn í fríinu mínu..... núna er bara verið að æfa á fullu fyrir leikritið sem leikfélagið Sýnir er að fara setja upp í Heiðmörk 24 júlí (allir koma auðvitað að sjá kallinn er það ekki ) sjáumst Jens minn gott að vera komin aftur kv steini

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com